Pleasure, pleasure!

14.9.06

Ég er farinn að blogga aftur!

En samt ekki á þessu svæði heldur á bloggar.is

Kíkið á stöffið hér

Og breytið svo endilega tenglinum ykkar að mér hjá ykkur!

Pís

12.5.06

Í dag hnerraði ég orðið ikea. Það var geðveikt speisað . . .

10.5.06

Vortónleikar tónsmíðanema Listaháskóla Íslands verða núna á föstudaginn klukkan 16:00 í nýja tónleikaskúrnum við Sölvhólsgötu. Ég kem til með að eiga þar þrjú sönglög ef allt gengur eftir. Aðgangur er ókeypis.

Tímaritið Hunk hafði samband við mig í dag og vildi fá mynd af mér til að prýða forsíðu næsta blaðs.

2.5.06

Það að ég lifi ekki spennandi lífi er algjörlega út í hött. Í gær taldi ég mig til dæmis hafa séð geitung. . .

Langt er um liðið síðan Haukur sendi mér ljóð hér til birtingar á þessari víðlesnu síðu. Það ætti því að vera öllum ánægjuefni að hann hefur aftur sest við skriftir.

Mitt innra og ytra sjálf

Ég er ég,
og ég er feitur.
Ég saurga heiminn með sjálfum mér.

Í andvara vorsins er ég andvana fæddur
Líkami minn er mér um megn
Ég er í spik klæddur

Ég er ég!

Haukur Gunnarsson

Skáldið vildi einnig koma því á framfæri að útlínur ljóðsins minna á líkama þess. . .

22.4.06

Ég legg til að karlmannsnafnið Þarmar verði tekið upp á Íslandi. . .

21.4.06

Það hafa ófáir komið að máli við mig núna undanfarið og hreinlega boðið mér pening fyrir að byrja að blogga á ný. Því hef ég vitanlega afþakkað enda vel efnum búinn.

Það sem helst ber í frétumm er að nafli alheimsins hefur fært sig örlítið um set og er nú staddur í Grafarholtinu en ekki í Hólunum eins og undanfarin 13 ár. Ég er sem sagt búinn að flytja.

Þeir sem vilja gefa mér pening er það heimilt.

p.s.
Ég var að fara í gegnum geisladiskana mína og var næstum því búinn að henda þó nokkrum Naxos diskum. Ef einhverjir vilja eiga sinfóníur eftir Dvorak og Beethoven eða strengjakvartetta eftir Shostakovich og Beethoven skiljið þá eftir athugasemd hér.

24.3.06

Vá. . . Það leið rúmur mánuður milli blogga hjá mér. Aumingja þið . . .

Ég er að pæla í að sækjast eftir stöðu blómastúlkunnar hjá sinfóníunni. . .

22.2.06

Ó mig auman! Hvenær kemur nýr Weebl og Bob þáttur?

20.2.06

Í nótt dreymdi mig að loftsteinn lenti á afa og ömmu og að pabbi hefði horfið sporlaust í kjölfar þess. Einnig hótaði Lydía að eyðileggja líf mitt til að bjarga sjálfri sér vegna einhverra ljósmynda. Jájá . . . . *flaut*

17.2.06

Sálumessan hans Hreisa pönks verður flutt núna á sunnudaginn í Langholtskirkju klukkan 17:00 og er aðgangur ókeypis! Hverjir vilja vera memm?

15.2.06

Hafið þið tekið eftir hvað stelpum er alltaf kalt? Það má varla vera opinn gluggi og þá annað hvort væla þær eða dúða sig upp. Oftast bæði. Þetta tel ég stafa af megnri sjálfsfyrirlitningu þeirra.

Undir lok hljómfræðiprófsins í morgun gaf ég óvænt frá mér langa nautnafulla stunu sem ég áttaði mig ekki á fyrr en nokkru eftir að ég hafði látið hana frá mér. Það var ekki svalt og er ég hræddur um að ég hafi tapað þónokkrum hönkstigum við þetta.

7.2.06

Hafið þið tekið eftir því hvað Tópas bragðast miklu betur þegar einhver annar á það?


Mynd 1: Tópas

3.2.06

Ég var í gamni að athuga hversu fitandi bjór er og fann þá þessa áhugaverðu töflu í gegnum google. Það var ýmislegt sem kom mér á óvart og þá kannski helst að appelsínusafi er meira fitandi en bjór. Ég drekk einmitt mjög mikið af appelsínusafa. Rarr!

Hálfur lítri af venjulegum bjór inniheldur s.s um 200 hitaeiningar (Kílókaloríur) en hálfur lítri af lite bjór inniheldur 140 hitaeiningar. Þar hafið þið það!

27.1.06

Hunkish!
Ég fór í ræktina í kvöld og upphönkaðist þar um fjöldamörg hönkstig. Vakti ég hrifningu og undrun hjá viðstöddum með fimlegum lóðalyftingum og kynþokkafullri nærveru. Á meðan sat Haukur heima og fitnaði og er þess ekki lengi að bíða að spikið loki fyrir öndunarveginn hjá honum og valdi þannig tímabærri köfnun. Ég verð hins vegar orðinn að stæltum buffjötni innan skamms!

25.1.06

Eitt það allra anti aglískasta sem til er, eins og flestir sem mig þekkja geta verið sammála um, er ég að stjórna kór. Til þess þarf maður í það minnsta að geta haldið lagi og haft gaman af söng. Undanfarnar þrjár vikur hef ég einmitt verið að læra kórstjórn og er ég eins og broslaust sólheimamongó sveiflandi höndunum út í loftið þegar ég með veikum mætti spangóla bassann í stykkjunum sem við tökum fyrir hverju sinni. Lifandi skelfing!

22.1.06

Uppþvottavélin bilaði um daginn. Þvílík skelfing!