Pleasure, pleasure!

30.9.04

Haukur finnur svo til með mér vegna veikinda minn undanfarna daga að hann samdi ljóð mér til heiðurs. Hann hafði þetta um verk sitt að segja:

Höfundi þykir nafnið hæfa þar sem í skáldinu takast á tvær andstæður annars vegar kjarkur samtímans og andstæður fortíðar.

Óður til skáldsins
Ó þey ó þey,
mig auman,
sál mín buguð.
Hjarta mitt brestur
en skáldin huguð
því dauðanum sleginn frestur
ó almætti,
ó almætti.

28.9.04

Visa reikningar og fólk sem hvílir sig í tækjunum í World Class sjúga feitan!

25.9.04

Ég er svo mikill fantur. Mér finnast ólympíuleikar fatlaðra hin besta skemmtun. Ég sprakk úr hlátri þegar kvenkyns dvergar í hjólastól köstuðu kringlunum rétt fyrir framan sig og slógu heimsmet. Svo er í gangi núna fótbolti blindra. Snilld!

24.9.04

Þetta er búinn að vera SVO leiðinlegur dagur. Þar að auki á ég leiðinlega vini sem eru annað hvort alltof feitir, rauðhærðir eða þá að það vantar í þá kirtla. Það hefur hvorki gengið né rekið að læra hljómfræðiviðbjóðinn í dag og svo er ég með einhverja ömurlega pest sem varla er hægt að kalla pest! Mig langar í bjór . . .

22.9.04

Það er dálítið töff að geta bloggað á klósettinu. . .

Hafið bláa hafið . . .
Ég fór á sjóinn í dag á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni með fiskilíffræðinni. Við þurftum að vera mætt í skipið klukkan átta sem er sikk og var stemmningin eftir því. Það var heldur ekki sérlega gott í sjóinn og olli það gubbusubbelsi hjá sumum. Þokki minn fór hins vegar ekki fram hjá neinum og var mér aldrei mál að gubba. Eftir ferðina tók ég fullt af ýsu og þorski með mér heim sem var ekki sérlega greindarlegt í ljósi þess að mér finnst fiskur ekkert spes. Í kvöldmatinn var svo auðvitað nýveiddur þorskur. Ég fékk mér hönkaheilsuboozt í staðinn. . . .

20.9.04

Blogg Njarðar
Ég kom heim frá Hólum í Hjaltadal núna fyrr í kvöld með áfast sólheimaglott. Það sem staðurinn hefur upp á að bjóða kom mér ótrúlega á óvart. Starfsfólkið í Hólaskóla er þvílíkt almennilegt og þeir fyrirlestrar sem við hlýddum á (reyndar klukkan átta um morguninn!!!) voru ótrúlega góðir. Á meðal þess sem kom fram er að Ísland er algjört töffaraland þróunarfræðilega séð. Hér eru aðeins 6 tegundir ferskvatnsfiska sem komu hingað í fyrsta lagi fyrir 10 þúsund árum. Enginn samkeppni ríkti hér því þegar t.d. bleikjan kom í Þingvallavatn sem olli því að það fyllist af bleikju. Hún fór því að keppa við sjálfa sig sem olli því að hún fór að sérhæfa sig sem endaði með því að fjögur afbrigði hennar urðu til í sama vatninu sem er einstakt í heiminum. Fiskifræðitöffarnir (ef eitthvað slíkt er til) sem m.a. skrifa kennslubækurnar okkar eru slefandi yfir þessu öllu saman. Á hólum er svo verið að byggja upp öfluga rannsóknaraðstöðu í kringum fiskeldið sem er gott að hafa í huga þegar maður velur sér mastersverkefni. Hitt sem kom mér á óvart er hve merkilegur staður Hólar eru sögulega séð. Maður vissi náttúrulega að þetta væri biskupssetur með Gumma góða og Guðbrandi og allt það. Það sem ég vissi ekki var t.d. að þarna var 600 manna miðaldaþorp á tímum Guðmundar góða sem nú er verið að grafa upp. Samkvæmt Skúla rektor er þetta best varðveitta miðaldaþorp við dómkirkju í Evrópu þar sem byggt var alltaf yfir þau í öðrum löndum. Þar sem þorpið var hálf alþjóðlegt eru fornleifafræðingar úti hálf slefandi yfir þessu. Annað sem ég hafði ekki hugmynd um er að timburhús sem byggt var við Hóla á 13. öld og stóð þar í 500 ár hefur verið endurbyggt. Það var rifið á 19. öld (díj!) en í þessu húsi bjuggu eða voru m.a. Þorlákur Guðbrandsson, Hallgrímur Pétursson, Jón Arason og Galdra-Loftur. Það hefði verið geggjað ef þetta hús hefði ekki verið rifið en það hafa sennilega verið forfeður Hauks sem að því stóðu. Húsið má sjá innan myndanna sem ég tók en þær má finna hér! Allir að drífa sig á Hóla svo!

16.9.04

Ég átti að fara út á sjó í dag með fiskilíffræðinni en ferðinni var frestað vegna veðurs, sennilega stelpnanna vegna. Hönkið ég hefði sómað mér vel þarna úti í ölduganginum enda er sjómennskan mér í blóð borin. Í staðinn kíktum við á fiskeldi nálægt Grindavík sem var frekar töff. Þar var hægt að sjá flatfiskinn Sandhverfu á öllum þroskastigum. Ungseiðin eru eins og venjulegir fiskar en svo færast augun fljótlega yfir á vinstri hliðina. Þá tekur fiskurinn á sig hið asnalega form sitt með þá hlið upp. Myndir má sjá hér! Stay in the zone!!!!

Á morgun förum við Karen svo út á sjó með sjávarvistfræðinni ef veður leyfir og strax eftir það förum við með fiskilífræðinni norður á Hóla þar sem helginni verður eytt í fiskirýi.

14.9.04

Morgunstund gefur gull í mund er mesta kjaftæði sem ég hef heyrt! Það er sennilega runnið undan rifjum einhvers snemmsvæfs sólheimamongós!

12.9.04

Ég fór upp á Esju í dag draugþunnur í sérlega ósvölum erindagjörðum. Verkefni hópsins míns í grasafræðihluta sumarnámskeiðsins var að bera saman flóruna á mismundandi hæðarpunktum í Esjuhlíðum. Við vorum eins og verstu gimp liggjandi við stíginn með plöntubækur rýnandi í grasið. Upp í miðjum hlíðum mættum við svo fimmtugum kalli sem var bara í stuttbuxum. Það var frekar steikt. . .

11.9.04

Ég fór í gær í kveðjupartý til Siggu beibí sem er að fara til Englands í nám. Þar var ég miðpunktur athyglinnar. Það er frekar leiðinlegt að sjá á eftir vinum sínum út og hvet ég því alla til þess að vera bara heima. Ísland er hvort eð er best í geimi! Myndir má sjá hér!


Siggi svæsni mætir á svæðið

9.9.04

Hönkaheilsuboozt Egils!
Nokkrir klakar
Hálfur poki af frosnum hindberjum (Fæst í Nóatúni)
Hálfur lítri af bláberjaskyri.is
Fjörmjólk til þynningar eftir smekk


Þessu er vitaskuld skellt í tætara og tætt í gums.

Þetta nýja náttúrufræðihús er svo mikil snilld eða hitt þó! Núna er búið að troða inn geðveikt háværri ljósritunarvél inn á pinkulitla bókasafnið sem hér er. Þetta hús er gimp!

8.9.04

Brunda Bjálfi
Mamma er að vinna í því að koma saman ættartali yfir Grasaættina sem við tilheyrum og komst að því að einn forfaðir okkar hét Brunda Bjálfi. Pælíessu! Hvernig ætli það hafi komið til? ;)

Annars var píanókonsertslufsan mín Preludium tekin upp í Víðistaðakirkju í kvöld. Það gekk mjög vel enda eru bara töffarar í hljómsveitinni. Ég tók myndavélina með og við Brynjar smelltum af nokkrum myndum sem finna mér hér. Zpect!


Afkomandi Brunda Bjálfa og Anna

7.9.04

Þegar við Marinó keyptum okkur kort í World Class fyrr í sumar ætluðum við að vera þvílíkt duglegir að fara saman. Það koma snemma á daginn að þetta var mestmegnis í kjaftinum á Marinó sem vildi til að mynda ekki taka upp sektakerfi þegar annar hvor okkar hætti við að fara. Það var vitaskuld góð ákvörðun hjá honum. Í dag finnst mér liggja beint við að kalla Marinó afsökunarbanka þar sem hann er alltaf með afsakanir á reiðum höndum fyrir því að koma ekki með. Hann er algjör sóði!


Umrædd rauðrotta

4.9.04

Óvissugums
Í allan gærdag heiðraði ég vinnufélaga mína álverinu með nærveru minni en þá var einmitt óvissuferð vaktar þrjú. Við fórum á hestbak hjá Eldhestum, fórum í sunda á Stokkseyri og borðuðum svo þar á Humarhúsinu sem var kreisíj gott. Eftir það fórum við svo í partý til Bjössa. Ég nennti svo ekki niður í bæ sem virðist vera orðin einhverskonar vinnudjammahefð hjá mér enda er ég þar hálfgerður félagsskítur. Myndir úr ferðinni má sjá hér!


Gríðar stemmning

2.9.04

Ég og Trölli brugðum okkur á Þjóðminjasafnið áðan til þess að kynna okkur í hvað þessi milljarður hefði nú eiginlega farið. Ég varð alla vega ekki fyrir vonbrigðum enda er þetta alveg þvílíkt flott. Uppsetningin er ótrúlega töff og svo eru snertiskjáir á mörgum stöðum þar sem hægt er að hlusta á fyrirlestra um ákveðin atriði eða tímaskeið. Þetta er eitthvað sem við Íslendingar ættum að vera stoltir af (só að ég sé með þjóðernisrembing) og ættu allir að kíkja nema Haukur. Það kostar ekki nema 300 kall fyrir nema en þeir þurfa reyndar að vera með stúdentaskírteini.

Stjórnandinn sagði es á hljómsveitaræfingu í kvöld. Pælí dónaskap!

1.9.04

Ég var að greina kóral eftir Bach í hljómfræði áðan og þar var stamstíga fimmund! Meira að segja meistararnir geta stundum skitið upp á bak í þessu ;)

Já . . . ég hef greinilega ekkert fram að færa í dag :/