Ég og Brynjar vorum rétt í þessu að koma af tónfundi sem er svo sem ekkert merkilegt nema hvað hann tók alltof langan tíma. Auk þess spurði kennarinn Brynjar hinnar þvílíkt leiðandi spurningar: Viltu ekki spila á tónleikunum á laugardaginn? Mér fannst það frekar fyndið. Brynjar var innikróaður og sá enga leið út úr þessum ósköpum nema svara játandi. Það versta er að næsta laugardag er upprifjunartíminn í eðlisfræði. Veit einhver klukkan hvað hann er?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home