Pleasure, pleasure!

25.10.01

Ég labbaði niður að Lækjartorgi eftir strætó áðan því ég nennti ekki að bíða í korter eftir 111 hjá Þjóðminjasafninu. Auðvitað missti ég svo af honum við Lækjartorg þannig að ég hafði þá lítið annað að gera en að labba um miðbæinn í þann hálftíma sem ég þurfti að bíða eftir næsta vagni. Klukkan var þá tæplega átta og 90% af því fólki sem ég mætti voru útlendingar. Lítil rúta af þýskum konum, subbulegir Bretar og fáfróðir Kanar. Mér þótti þetta frekar skrítið. Ég hélt að þetta lið væri farið heim.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home