Eins og glöggir hafa tekið eftir hef ég enn eina ferðina breytt um útlit. Einnig fór ég í gegnum tenglalistann og kippti út ýmsum einstaklingum og ættu þeir allir að skammast sín. Til að losna við tuðið í Huldu fengu þau skötuhjúin að fljóta inn í tenglana sem og Bjarki hennar Katrínar. Hann er með mér í líffræðinni og hefur það að aðalmarkmiði að fá Ítalina til að elda fyrir sig pasta. Ef mér leiðist aftur á móti bloggið hans verður honum snarlega kippt héðan út.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home