Í gær keypti ég mér kick ass tölvu fyrir peninga framtíðar. Til þess að einhver möguleiki væri á að ég myndi læra eitthvað í dag dreif ég mig því til afa og ömmu. Þegar þangað var komið fékk amma mig til að sálga býflugu sem var úti á svölum. Venjulega lætur maður nú flugur sem eru úti eiga sig en þar sem að ömmu minni er alveg einstaklega illa við þær lét ég til leiðast. Hún var stungin þegar hún var lítil og hefur síðan þá m.a. stokkið út úr bíl á ferð vegna býflugu. Ég þorði því ekki öðru en að hlýða.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home