Pleasure, pleasure!

15.3.05

Það var hringt í mig frá Listaháskólanum þegar ég var í miðju smokkfiskspoti í dýrafræðinni áðan. Það var verið að boða mig í inntökupróf á föstudaginn og laugardaginn og svo í viðtal þann 9. apríl. Á föstudaginn er próf í tónheyrn þar sem ég þarf mjög líklega að syngja einhverjar laglínur af blaði. Það er hreinasta skelfing! Ég, eins og flestir sem mig þekkja vita, kann nefnilega ekkert að syngja! Ef ég ætla mér að syngja einhverja ákveðna nótu fer allt í gums og útkoman er vægast sagt tilviljunakennd. Snökt. . .

Svo er tónfræðiprófið klukkan níu á laugardaginn! Það er algjört gums!


Solla í félagsskap hönks að misþyrma beitukóngi fyrr í dag

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home