Pleasure, pleasure!

17.5.01

Allskonar
Ég er búinn að vera frekar sóðalegur fyrir þetta líffræðipróf svo ekki sé meira sagt. Einhvurra hluta vegna fannst mér ég vera búinn í prófum eftir píanóprófið og þar með hvarf gríðalega einbeitingin sem ég er nú svo þekktur fyrir. Ég hef verið að læra þessa líffræði með hálfum huga sem er frekar subbulegt. Ég held nú samt að maður fái nú ekkert lágt í þessu prófi, eða ég vona það allavena.

En það vill nú einmitt svo skemmtilega til að lífræðiprófið er seinasta prófið bæði hjá mér og Brynjari þannig að við verðum búnir í prófunum á morgun. Hvað með ykkur? Ég reikna með að nota helgina í að taka þessa síðu í gegn og gera eitthvað skemmtilegt eins og fólk sem er ekki í prófum gerir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home