Pleasure, pleasure!

6.5.01

Allskonar
Mér finnst nú frekar undarlegt hvað það eru fáir sem vilja tjá sig um sóðaskap Begga miðað við áhugann sem honum er sýndur sem næsta hönki vikunnar. Gæti það hugsast að mamma hans kjósi hann hönk á hverjum degi? Þetta er a.m.k. eitthvað gruggugt.

Ég áttaði mig á því í dag að ég hafði gjörsamlega vanmetið lestrarefnið sem er til söguprófsins. Ég ætlaði mér að klára Heimsbyggðina í dag og fannst það meira að segja ekkert sérstaklega hátt stefnt. Það er bara svo mikið af drasli sem maður á að lesa í þessum fu**ing viðbótum.

Ég vil nú nota tækifærið til að hvetja alla þá sem eru að læra fyrir söguprófið að taka sér langa pásu núna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home