Pleasure, pleasure!

9.11.01

Þetta er búið að vera alveg ótrúlega þægilegur dagur. Tók þá ákvörðun að gera ekki handtak í dag og stóð við það! Kom mér mjög á óvart að það skyldi takast í ljósi þess að erfitt hefur verið að standa við aðrar ákvarðanir upp á síðkastið. Annars hlakka ég geðveikt til þess að fara í hattapartýið á morgun. Var að koma frá afa sem lét mig fá tvo hatta. Ég á eftir að ákveða hvorn þeirra ég nota.

Það eru þó tveir sauðir og aumingjar sem ætla ekki að taka þátt í gleðinni á morgun en það eru þeir Manni og Beggi og hvet ég ykkur til þess að misþyrma þeim á einhvern hryllilegan hátt við fyrsta tækifæri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home