Pleasure, pleasure!

1.11.01

Ég var að fá senda heim könnunina Takk fyrir að kenna mér að prjóna! Rannsókn á prjónakunnáttu Íslendinga. Ég er einn af 1000 manns á landinu sem nýtur þeirra forrétinda að fá að svara þessum mismerkilegu spurningum ókeypis. Hefurðu góðan aðgang að garni? Hvaðan færð þú uppskriftir að því sem þú prjónar? Annars finnst mér þetta frekar fyndið í ljósi þess að ég er án efa lélegasti handmenntanemandi sem fyrirfinnst. Það eina sem ég gerði í saumum í grunnskóla var að þykjast vera í kappakstri á saumavélunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home