Pleasure, pleasure!

29.10.01

Þeim sem hafa verið iðnir við að ná sér í þætti í gegnum þráðlausa netið bendi ég á nýja þætti sem bróðir minn hefur verið að safna. Þeir heita Invader Zim, gerðir eftir sýrðum teiknimyndasögum, og virka nokkuð kúl. Ég er reyndar bara búinn að horfa á einn þátt en mér fannst hann nokkuð góður. Fílingurinn í þessum þáttum er ekki ósvipaður og ef Tim Burton færi að búa til teiknimyndir. Svo er upphafsstefið helvíti flott líka. Hver þáttur er aðeins um 10 mínutur að lengd.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home