Ég var að koma heim af Harry Potter og varð satt best að segja þegar ég fer að pæla í því fyrir smá vonbrigðum. Ég veit samt eiginlega ekki alveg af hverju því myndin var þvílíkt flott og allt alveg eins og maður hafði ímyndaði sér það. Hún fór eiginlega nákvæmlega eftir bókinni. Ég mæli með því að lesa bókina áður en horft er á myndina því bókin er, eins og gefur að skilja, miklu betri.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home