Þetta eru alvarlegar ásakanir sem Siggi hefur uppi á síðu sinni núna. Þess má geta að í gær var ég andlega fjarverandi og því ófær um skemmdarverk af því tagi sem ég er þar sakaður um. Ég verð þó að nota tækifærið og minna Sigga á hræðilegt innbrot hans inn á mína síðu í fyrra sem varð þess valdandi að eitt og annað datt þar út og þurfti ég að eyða einhverjum klukkutímum í að koma henni í fyrra horf. Sá sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. . . . . hræsnari!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home