Mig greip kaupæði þegar ég fór með Hauki að versla föt í kringlunni í dag. Fyrir þá sem ekki vita er Haukur einmitt tískulögga. Hann hefur full réttindi til þess að handtaka fólk fyrir að vera illa klætt auk þess sem hann hjálpar fólki að velja á sig smekkleg föt gegn vægu gjaldi. Hann tjáði mér það þó eftir á að ég hefði lent á yfirvinnutíma hjá sér sem þýðir aukagreiðslu. Ég á þó enn eftir að kaupa mér skó og peysu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home