Pleasure, pleasure!

15.10.02

Var að koma heim úr verklegri grasafræði þar sem m.a. var farið í muninn á rótum ein- og tvíkímblöðunga. Þetta er stórmerkilegt allt saman alveg hreint. Nú veit ég til dæmis að gulrót er tvíkímblöðungur. Svo erum við Haukur einnig búnir að sanka að okkur gríðarlegri kunnáttu í verklegu dýrafræðinni með skötukrufningum og styttist í að við getum krufið hann Magga en það er einmitt á stefnuskránni eftir rottukrufninguna.

Og á meðan ég man. Ég hitti Magga á msn-inu í nótt (já, ég veit ég er sóði) og hann bað að heilsa ykkur subbunum kærlega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home