Langt blogg eins og stelpur skrifa
Dyggir aðdáendur mínir sem fylgst hafa með lífi mínu af miklum áhuga og kappi muna eflaust eftir því þegar ég kvartaði yfir því að hafa týnt úlpunni minni góðu í sumar. Ég hringdi í marga vini mína og spurði hvort hún væri hjá þeim en enginn taldi svo vera þannig að ég hélt að ég hefði þá örugglega týnt henni á vinnudjammi suttu áður. Ég fór því margar ferðir niður í álver því unnið er á þrískiptum vöktum þar og enginn vissi við hvern ég ætti að tala. Að lokum var það nú svo að engin úlpa fannst í þessu húsnæði og ég fór því heim og sagði mömmu að ég hefði týnt henni fyrir fullt og allt á fyllerýi. Henni fannst það ekki sniðugt og ekki heldur ömmu. Fyrr um sumarið hafði ég einmitt týnt íþróttabuxunum mínum og sundskýlu þegar ég var í glasi með sama hópi. Við tók nú kuldalegt tímabil án úlpu auk endalausra skota frá mömmu. Svo núna fyrir svona mánuði síðan fór ég á búðarráp og keypti mér nýja úlpu keimlíka þeirri gömlu og undi sáttur við. Svo núna áðan fór ég í bíó með Marinó rauðhaus ásamt öðrum álíka óvönduðum einstaklingum og þá spurði hann mig hvort ég hefði týnt úlpunni minni því hann hafði séð bróður sinn í einhverju sem hann taldi mig eiga. Þess má geta að Marinó var einn af þeim sem ég hringdi í til að athuga hvar úlpan væri! Þetta er ekki alslæmt. Geðveikt gott að eiga tvær keimlíkar úlpur!
Dyggir aðdáendur mínir sem fylgst hafa með lífi mínu af miklum áhuga og kappi muna eflaust eftir því þegar ég kvartaði yfir því að hafa týnt úlpunni minni góðu í sumar. Ég hringdi í marga vini mína og spurði hvort hún væri hjá þeim en enginn taldi svo vera þannig að ég hélt að ég hefði þá örugglega týnt henni á vinnudjammi suttu áður. Ég fór því margar ferðir niður í álver því unnið er á þrískiptum vöktum þar og enginn vissi við hvern ég ætti að tala. Að lokum var það nú svo að engin úlpa fannst í þessu húsnæði og ég fór því heim og sagði mömmu að ég hefði týnt henni fyrir fullt og allt á fyllerýi. Henni fannst það ekki sniðugt og ekki heldur ömmu. Fyrr um sumarið hafði ég einmitt týnt íþróttabuxunum mínum og sundskýlu þegar ég var í glasi með sama hópi. Við tók nú kuldalegt tímabil án úlpu auk endalausra skota frá mömmu. Svo núna fyrir svona mánuði síðan fór ég á búðarráp og keypti mér nýja úlpu keimlíka þeirri gömlu og undi sáttur við. Svo núna áðan fór ég í bíó með Marinó rauðhaus ásamt öðrum álíka óvönduðum einstaklingum og þá spurði hann mig hvort ég hefði týnt úlpunni minni því hann hafði séð bróður sinn í einhverju sem hann taldi mig eiga. Þess má geta að Marinó var einn af þeim sem ég hringdi í til að athuga hvar úlpan væri! Þetta er ekki alslæmt. Geðveikt gott að eiga tvær keimlíkar úlpur!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home