Pleasure, pleasure!

29.11.02

Pabbi að missa það?
Nú er hann karl faðir minn búinn að vera heima í nokkra daga vegna nebba aðgerðar sem hann fór í fyrir stuttu og er bara frekar furðulegur. Þar sem ég er oftast inni í herbergi að læra eða gera eitthvað subbulegt virðist hann stundum gleyma að ég sé heima og fer þá að tala við sjálfan sig mjög samhengislaust. Oftar en ekki heyrir maður "Já, það held ég nú og trallalei" eða þá "ég verð nú að segja það!". Svo á hann það til að syngja. Mér er ekki rótt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home