Ég fór nú að velta því fyrir mér hvílík skelfing hefði gripið um sig á Grensás í gær ef Siggi hefði verið viðstaddur verklega grasafræðitímann okkar. Sælkeraeðlið hefði tekið af honum öll völd og hann hefði étið sýnin upp til agna en það sem við vorum að skoða voru ýmsir sérkennilegir ávextir. Um leið og hann hefði kyngt seinasta bitanum hefði hann áttað sig á ódæði sínu og orðið hálf kjánalegur á svipinn.
Ég vil því hvetja hann til þess að vera halda sig fjarri Grensás á laugardaginn en þá þreytum við líffræðinemar einmitt verklegt próf.
Ég vil því hvetja hann til þess að vera halda sig fjarri Grensás á laugardaginn en þá þreytum við líffræðinemar einmitt verklegt próf.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home