Pleasure, pleasure!

24.11.02

Ég hafði mikið heyrt rætt um klikkaða kallinn niðri í Bökkum með prikið og baststólinn sem telur sig vera að stjórna umferðinni en hafði aldrei séð hann. Það breyttist í gær þar sem hann stóð veifandi prikinu við veginn eins og óður maður. Þá er þetta enginn annar en BYKO kúnni sem ég afgreiddi oftar en einu sinni meðan ég var að vinna þar. Því fylgdi að hlusta á langar samhengislausar sögur frá kallinum sem glotti allan tímann um málningarverð í gamla daga. Stórmerkilegt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home