Þegar ég labbaði heim frá ömmu áðan varð ég var við undarleg teikn á lofti. Ég starði á þau alla leiðina heim og áttaði mig bara alls ekki á því hvað þetta var. Að lokum var ég farinn að búast við því versta eins og loftsteinahríð eða geimveruárás. Þegar ég kom svo heim rak ég alla familíuna út á svalir til þess að sýna þeim þessa væntanlegu orsök endaloka okkar en þá benti Snorri mér á af spaklegu viti að þetta eru skíðalyfturnar í Bláfjöllunum.
Viðbrögð mín við skíðalyftuljósunum má sennilega rekja til áts míns á súrsuðum hvalsrengjum og hrútspungum stuttu áður.
Viðbrögð mín við skíðalyftuljósunum má sennilega rekja til áts míns á súrsuðum hvalsrengjum og hrútspungum stuttu áður.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home