Pleasure, pleasure!

27.1.03

Ég ofmat þroska Hauks í dag er ég skrapp á klósettið í fyrirlestrarhléi í örverufræðinni í morgun. Ég gerði þau banvænu mistök að skilja úlpuna eftir inni í sal og í henni var farsíminn minn. Þar sem Haukur þroskast aðeins um þrjá mánuði á meðan venjulegt fólk þroskast um ár (og ég um tvö ár) átti hann ákaflega erfitt með að hemja sig þegar hann áttaði sig á því að síminn minn lá varnarlaus í úlpunni rétt hjá honum. Þegar fyrirlesturinn var svo kominn aftur á fullan skrið hringdi síminn minn á hæstu stillingu í úlpunni og kúlaða Jón Leifs stefið mitt hljómaði um þéttsetinn sal 3 í Háskólabíói. Haukur á þakkir skildar í andhverfum heimi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home