Auj hvað það er subbulegt að fara í próf á laugardögum. Það er eitt slíkt hjá mér á morgun eldsnemma í fyrramálið að eglískum tíma eða klukkan ellefu! Ég er búinn að vera í hófi mjög duglegur að læra fyrir það en hef samt trú á því að þetta reddist. Svo eru tónleikar tónskólans líka á morgun klukkan 17:00 í Seltjarnarneskirkju þar sem við Brynjar lemjum á trommur af miklum þokka (ég þó meiri). Skemmtilegast finnst mér að spila Jón Leifs en þar gengur mikið á. Ég held að Siggi gæti jafnvel fengið raðfullnæginu í salnum án þess að fólk myndi taka eftir því.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home