Pleasure, pleasure!

6.4.03

Ég var að horfa á The Bachelorette áðan og mér eiginlega býður við þessu. Þetta er jafn brenglað og hugsunarháttur Hauks. Hvað er málið með þetta? Kona sem er að reyna að finna einu sönnu ástina fyrir framan allan heiminn deitandi ég veit ekki hvað marga á sama tíma. Þetta er svo óeðlilegt og amerískt að hálfa væri nóg. Svo eru þessar rósaathafnir með því hallærislegasta. Kynnirinn er samt bestur. Hann er gjörsamlega ónauðsynlegur en kemur fyrir hér og þar eins og þegar hún átti eina rós eftir þá sagði hann: Nú áttu eina rós eftir. Sikk þættir!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home