Pleasure, pleasure!

8.6.03

Móðir mín og sagnaarfurinn
Það átti sér nokkuð fyndið atvik sér stað áðan hér á heimilinu. Mamma er mikil kvenréttindakona og finnst oft að sér vegið hér á þessu karlaheimili. Ég var að benda henni á að lesa Gylfaginningu og fer með bókina Úr Mímisbrunni sem inniheldur Gylfaginningu, Hávamál og Völuspá til hennar. Svo vildi til að hún var að þrífa klósettið en pabbi stóð hjá og tók af mér bókina, opnaði og las handahófskennt upphátt úr henni:



Meyjar orðum
skyli manngi trúa
né því er kveður kona
því að á hverfanda hveli
voru þeim hjörtu sköpuð,
brigð í brjóst um lagið.


Mömmu var ekki skemmt! Henni fannst þetta táknrænt þar sem hún var að þrífa klósettið og segist nú ætla að flytja burt :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home