Pleasure, pleasure!

3.6.03

Nú er fríið mitt bara búið í bili. Fagur líkami minn þarf að vera mættur til vinnu á miðnætti.

Annars fór ég í bíó í gær og það kom mér mjög á óvart að sá atburður (ég að fara í bíó) varð ekki vinsælli en svo að mér tókst aðeins að draga tvo með mér. Við Manni og Hulda sáum myndina Narc sem ég mæli eindregið með.

Og hey! Hversu kúl er það að fara með mömmu sinni í World Class? Ég og mamma erum að pæla í að kaupa okkur 2 fyrir 1 tilboð á tveggja mánaða korti þar. Kominn tími til að upphönka sig og ekki verra að hafa mömmu sína nálægt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home