Siggi kom mér gríðarlega á óvart áðan. Ég spurði hann hvort hann nennti ekki út með mér að skokka í góða veðrinu og átti svo sem ekki von á jákvæðu svari. Siggi byrjaði að afsaka sig með öllum hugsanlegum aðferðum eins og venjulega en svo allt í einu skipti hann um skoðun og sagði að sig langaði mjög út að skokka! Ég hélt að hann hefði fengið blóðtappa upp í heila. Við fórum niður í Elliðaárdal og svo bauð ég honum heim í mat.
Myndavélin mín var ekki langt undan!
Myndavélin mín var ekki langt undan!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home