Það er allt að gerast. Tónleikar hljómsveitar Tónskóla Sigursveins á Myrkum músíkdögum eru á morgun sem er frekar furðuleg tilfinning. Það var ekki fyrr en í gær sem við náðum að renna þyngsta stykkinu alveg í gegn en við erum búin að æfa þetta prógram frekar lengi! Svo er æfing klukkan níu í fyrramálið sem er ómanneskjulegt! Þeir sem hafa áhuga á að sjá þokkafullan flutning (aðallega af hálfu píanóleikarans) á nýrri íslenskri tónlist, m.a. litlu lufsustykki eftir mig, eru velkomnir á morgun klukkan 13:30 á nýja svið Borgarleikhússins.
Dagskrána má nálgast hér!
Dagskrána má nálgast hér!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home