Pleasure, pleasure!

21.2.04

Árshátíð tónskólanna í Reykjavík var í gær í Versölum og það var alveg þvílíkt stuð. Þar sem ekki var leyft að vera með eigið áfengi í salnum smygluðum við Karen tveimur bjórum mjög lúmskulega inn. Ég bað svo um vatnsglas á mjög trúverðugan hátt en eftir það var heppnin ekki með okkur. Ég gerði mér lítið fyrir og hellti vatninu í vaskinn við barinn þegar mér sýndust þjónustustelpurnar vera að horfa eitthvert annað. Ég reiknaði ekki með hljóðinu sem heyrist þegar vatn skvettist í vask sem þær vitaskuld heyrðu og tóku eftir því hvað ég var að gera. Stuttu seinna kom ein þeirra upp að okkur Karen og gerði bjórinn upptækan. Hún lét mig líka vita að henni fannst ég ekki vera mjög lúmskur. Bjórnum sem við Brynjar skildum eftir úti var svo hnuplað af einhverjum óprúttnum. Ég eyddi því aðeins meiri peningum en ég ætlaði mér.

Svo á hún Anna mestu þakkir skildar fyrir að láta allan salinn búa á mig og Brynjar fyrir að taka ekki þátt í atriði tónskólans okkar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home