Ég fór með Guju og Tótu, drottningu bloggsins, á kaffihús í kvöld. Þar var margt rætt af spaklegu viti en við ætlum að reyna að fá styrk frá borginni í sumar svo við getum spilað saman tónlist og flutt m.a. fyrir elliæra. Fyrsta skrefið er að hittast og grúva dálítið saman en okkur vantar samt eiginlega klarinettuleikara. Ég held að þetta geti verið mjög gaman!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home