Pleasure, pleasure!

8.2.04

Spennufall dauðans!
Tónleikarnir gengu vonum framar í dag og var hljómsveitin í gríðarlegu stuði. Verkin á efnisskránni voru hæfilega nútímaleg og tvö þeirra voru dansverk sem braut þetta dálítið upp. Ég hef reyndar aldrei skilið dans og átti dálítið bágt með að fara að ekki að hlæja þegar köku var skyndilega blandað inn í seinasta atriðið en þetta var samt mjög flott, alla vega það litla sem ég náði að horfa á af þessu. Píanókennarinn minn tók tónleikana upp og það gæti farið svo að ég bombi verkinu mínu inn hér á síðuna fyrir þær lufsur sem ekki mættu og aðra gríðaráhugasama.

Hér má svo sjá mynd af uppsetningunni í mínu verki sem tekin var á þokkanæma myndavél sem er víst það nýjasta á markaðnum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home