Ég sit núna hjá Begga í svokallaðri upphitun fyrir landsleikinn sem við erum að fara á núna á eftir. Ég er kannski ekki alveg týpan til þess að vaða á íþróttaatburði en ég dýrka engu að síður landsleiki vegna þjóðernisrembings, áfram Ísland skoh! Mér fannst mjög gaman hér hjá Begga þangað til þessi gimp fóru að ræða um fótbolta. Sérstaklega er mér illa við Ingibjörn. Ég er alla vega ekki mikið að fara að tjá mig um hvaða gaurar henta best til að spila með Hermanni Hreiðars á miðri miðjunni eða þá hvort Ásgeiri finnist menn ekki vera að taka menn á. Ég er nægilega meðvitaður um gríðarlega karlmennsku mína og finn mig ekki knúinn til þess að þykjast hafa einhvern manískan áhuga á einhverju boltasparki eins og þessi gimp sem ég er með núna!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home