Pleasure, pleasure!

21.12.04

Ég er smám saman að átta mig á því að áætlanir mínar um að verða orðinn að stæltu hönki fyrir árslok muni ekki standast. Þvílík skelfing! Aðdáendur líkama míns skulu þó engu að síður örvænta enda mun baráttunni verða haldið áfram af fullum krafti næsta ár.

Svo er hóflega skemmtilegt að minnast á að Maggi er kominn heim frá Ameríku. Hann hefur étið vel úti og er búinn að safna um sig hlýju lagi fyrir heimsóknina hér. Ég hitti hann í gær á kaffihúsi og var hann bara með hroka og leiðindi. Jæja . . . farinn til Hauks . . .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home