Skelfing
Ég var að koma heim úr tónheyrnarstöðuprófinu fyrir LHÍ rétt í þessu. Prófið var tvískipt og gekk skriflegi fyrri parturinn þokkalega miðað við að tíu ár eru síðan ég hef staðið í gumsi sem þessu. Ég get nú hins vegar ekki sagt að seinni hlutinn hafi verið glæsilegur! Ég var að drepast úr stressi og jafnvel gríðarlegur þokki minn náði ekki að vinna upp á móti örvæntingafullu loftkenndu hryglunum sem ég gaf frá mér í prófinu. Kennarinn var nú ekki sérlega skilningsríkur heldur. Í stað þess að segja " Nona, nona Egill. Viltu dleikjó?" virtist hann frekar pirraður á mér og bað mig meira að segja að taka höndina frá munninum á meðan ég væri að syngja. Ég held að þetta hafi gengið samt nógu vel en hefði örugglega gengið mun betur hefði ég verið fullur!
Ég var að koma heim úr tónheyrnarstöðuprófinu fyrir LHÍ rétt í þessu. Prófið var tvískipt og gekk skriflegi fyrri parturinn þokkalega miðað við að tíu ár eru síðan ég hef staðið í gumsi sem þessu. Ég get nú hins vegar ekki sagt að seinni hlutinn hafi verið glæsilegur! Ég var að drepast úr stressi og jafnvel gríðarlegur þokki minn náði ekki að vinna upp á móti örvæntingafullu loftkenndu hryglunum sem ég gaf frá mér í prófinu. Kennarinn var nú ekki sérlega skilningsríkur heldur. Í stað þess að segja " Nona, nona Egill. Viltu dleikjó?" virtist hann frekar pirraður á mér og bað mig meira að segja að taka höndina frá munninum á meðan ég væri að syngja. Ég held að þetta hafi gengið samt nógu vel en hefði örugglega gengið mun betur hefði ég verið fullur!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home