Pleasure, pleasure!

20.7.05

Kóngamyndirnar
Ég var að róta inni í skáp hjá mér og fann þar niðurgrafna gamla jarðfræðistílabók síðan í 3. bekk í Verzló. Á þeim tíma var ég einmitt alltaf teiknandi af mér "Kóngamyndirnar" þar sem ég teiknaði sjálfan mig sitjandi í hásæti með kórónu þvingandi bekkjarfélaga mína, sem oftast voru naktir, til að fremja sjálfsmorð á einhvern hallærislegan hátt. Þær urðu fjöldamargar en eru núna týndar og tröllum gefnar (þ.e.a.s inni í skáp hjá Valdimari Kristjónssyni). Það vildi hins vegar þannig til að ég hafði teiknað tvær aftarlega inn í þessa jarðfræðistílabók og skannaði ég aðra þeirra inn, ykkur til ánægju, þar sem ég er að pína Halla. Sjá hér!

Svo hvet ég alla til þess að þrýsta á Valda og jafnvel hóta honum líkamsmeiðingum svo ég geti fengið að skanna allar hinar myndirnar inn líka!

p.s
Í sömu stílabók fannst teikning af ónefndum kennara í sama skóla að láta flengja sig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home