Pleasure, pleasure!

28.9.05

Ógildar skoðanir
Ég var að hlusta á harðorðan pistil á Talstöðinni í bílnum á leiðinni heim úr skólanum í morgun um fjáraustur ríkisstjórnarinnar í hin ýmsustu málefni. Ég var mjög sammmála þáttastjórnandanum sem var mjög ákveðinn og týndi ýmislegt til eins og jarðgangnagerð úti í fjarsveitum og var ég sennilega kinkandi kolli langleiðina heim. Það sem honum fannst hins vegar allra verst nefndi hann í lok þáttarins en það er einmitt nýja tónlistarhúsið sem á að rísa niðri í bæ. Allskyndilega minkaði álit mitt á sannfærandi málflutningi viðkomandi og sagði ég upphátt einn í bílnum: "Nei nei! Hvaða vitleysa!" og skipti um stöð.

Geggjað töff stöff!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home