Pleasure, pleasure!

21.5.01

Eftir að ég byrjaði með þessa síðu hér hafa ófáir klukkutímarnir horfið í Ginnungagap internetsins en þrátt fyrir það sé ég ekkert eftir þeim. Ég tel mig vera farinn að fá smá skilning á því sem ég er að gera og það er bara nokkuð kúl. Þessi síða hér er akkúrat það sem mig vantaði og nú er ég orðinn nokkuð heitur fyrir því að halda þessu bulli áfram. Samt sem áður mun ég ekkert hafa mikinn tíma í sumar fyrir svona vitleysu vegna þess hve ég á eftir að vinna mikið. Það er nú þó ekkert meira en í fyrra en þá hafði ég nú samt engan tíma til að gera neitt af viti. Ég held ég hafi ekki einu sinni skrifað neina tónlist. Það á þó eftir að koma í ljós og svo er ég líka að vona að nethringur versló gimpanna eigi eftir að stækka og verða virkari. Ég bíð sérstaklega spenntur eftir innleggi Brynjars, Magga og Viðars en ég efast ekki um að þessir subbupungar geti gert mjög skemmtilegar síður. Þeir hafa nú ímyndunaraflið í það. En allavena.......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home