Pleasure, pleasure!

16.7.01

Nú er Egill version 1.5 að hanna nýtt útlit á þessa síðu með Homesite forritinu sem áður hefur verið minnst á. Mér líst helvíti vel á það og ég á von á að eyða þó nokkrum klukkutímum í það á næstu dögum. Þeir sem hafa áhuga á að nálgast þetta forrit geta gert það hér, og mæli ég kannski alveg sérstaklega með því fyrir hann Þóri sem er einmitt að bögglast við að hnoða nýtt útlit á sína síðu. Hann gæti jafnvel lært að koma upp tenglasafni.

Annars ætlaði ég aðeins að nöldra um The Counter. Það hefur enginn minnst neitt á þetta síðan að þessar breytingar urðu. Ágúst hefur ekki einu sinni ropað út úr sér neinum leiðindum um þetta og þá er mikið sagt. Veit einhver um annað netfyrirtæki sem veitir svipaða þjónustu og The counter gerði ókeypis?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home