Pleasure, pleasure!

6.8.01

Ég var að koma heim frá Eldborg í dag þar sem ég hagaði mér eins og gelgja á busaballi. Sullaði í mig draslinu á mjög skömmum tíma, varð fullur eins og til stóð, fór svo og ærslaðist eitthvað eins og fullt fólk gerir þangað til ég áttaði mig á því að ég var hættur að geta talað. Í rauninni man ég nú ekki mikið hvað gerðist eftir þessa dramatísku uppgötvun mína. Þegar ég vaknaði ásakaði ég Hauk um að hafa rænt frá mér samlokunni minni en komst seinna að því að ræninginn var ég þegar ég var fullur. Þetta var nú samt alveg ágætt. Sumir kræktu sér meira að segja í druslu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home