Pleasure, pleasure!

2.9.01

Ég fór og sá nýjustu mynd Tim Burtons, Planet of the apes áðan og mér fannst hún satt að segja barasta ekkert spes. Það sem olli mér kannski mestum vonbrigðum var að tónlistin í myndinni sem er eftir meistarann Danny Elfman stóð alls ekki undir væntingum. Jú jú, hún var alveg kúl og allt svoleiðis en það vantaði þennan Elfman fíling í hana. Til að mynda var enginn kór (þó mér heyrðist bregða fyrir einhverju í líkinguna við eitthvað svoleiðis einu sinni) og fjölbreytileiki hljóðfæravals var vægast sagt lítill. Hvað varðar myndina sjálfa þá fannst mér handritið frekar asnalegt. Ég held að það hefði verið hægt að gera miklu meira úr þessari frumlegu hugmynd.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home