Pleasure, pleasure!

23.8.01

Jæja, þá er ég loksins kominn í sumarfrí! Heilir 4 dagar. Þeir verða ekki vanbrúkaðir eins og hjá aumingjum sem Inga heldur fer ég í góðra vina hópi austur í sumarbústaðarferð og skoða landið. Annars vil ég nú nota tækifærið og benda henni Siggu á að síðan hennar er í einhverju fokki. Ég er þó alls ekki að hvetja fólk til að heimsækja hana því þá hækkar talan á teljaranum hennar.

Hvað er annars að gerast með Talstöðina mína? Af hverju er engin lífleg umræða þar í gangi? Ein ástæðan gæti svo sem verið að ég er ekki búinn að gera handtak á þessari síðu síðan ég kom henni í gang en ég hef ekki trú á því. Dyggir aðdáendur mínir koma hingað hvernig sem viðrar. Þeir renna í gegnum alla síðuna að minnsta kosti einu sinni á dag og taka þátt í hinum ýmsu skemmtilegu viðburðum sem eru í boði hverju sinni.

Nú er nóg komið að rugli í bili. Ég held ég sé barasta farinn að sofa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home