Pleasure, pleasure!

20.9.01

Ég og Bjarki sitjum nú hér í Háskólabíói fyrir framan sal eitt sveittir yfir skýrslugerð. Þetta er þó farið að mjakast í rétta átt sem betur fer.

En ég vildi annars bara benda ykkur á tónleika Sinfoníuhljómsveitarinnar og Karlakórs Reykjavíkur sem eru annað kvöld klukkan 19:30. Ég sat einmitt hér á sama stað fyrr í dag þegar hljómsveitin var að æfa sig og fékk sáðfall. Ég rauk því strax og keypti mér miða á tónleikana ásamt fjöldamörgum öðrum sem sátu hjá mér á sama tíma. Meðal þess sem við heyrðum æft var Brennið þið vitar eftir Pál Ísolfsson og hlutar í Carmina Burana eftir Carl Orf.

Sætin eru ekki númeruð og því er um að gera að rjúka út og krækja sér í miða. Ég held ég geti lofað ykkur krafmikilli og góðri skemmtun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home