Pleasure, pleasure!

11.9.01

Svakalegt!
Ég ætlaði ekki að trúa Sigga þegar hann sagði mér frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum fyrr í dag. Við vorum nokkur að læra í hópvinnuherbergi í Þjóðarbókhlöðunni þegar Halli hringdi í Sigga og sagði honum tíðindin. Siggi emjaði af undrun og sagði okkur frá þessu en við áttum auðvitað bágt með að trúa honum. Ég hringdi því í mömmu mína sem var að horfa á fréttirnar á breiðtjaldi niðri í vinnu hjá sér. Hún staðfesti þetta fyrir mér og hinum og þá fyrst gerði maður sér grein fyrir alvarleika málsins. Sú skynsamlega ákvörðun var tekin að ekki væri hægt að læra meira þegar svona hrikalegir hlutir hafa hent og því brunuðum við okkur heim til mín til þess að horfa á sjónvarpið. Fréttaflutningurinn þynntist svo eftir því sem á leið og varð fljótt lítið spennandi. Þetta er náttúrulega allt alveg fáránlegt. Hver verða eftirmálin? Burt með Dorrit!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home