Pleasure, pleasure!

6.9.01

Mamma og músin

Síðan ég fékk hina indælu stökkmús Unný í afmælisgjöf í seinasta mánuði hefur ríkt hálfgert ófremdarástand hér á heimilinu. Mömmu og músinni lyndir nefnilega ekki saman. Alveg síðan þær kynntust hefur sambandi þeirra verið háttað eins og hjá hundum og köttum þar sem Unný er hundurinn. Sú ákvörðun var tekin að Unný varð að fara og varð mamma því hæstánægð þegar Guðný bauðst til þess að taka hana að sér fyrir 3000 krónur. Það gekk þó því miður ekki upp og músin er komin aftur hingað móður minni til mikillar skelfingar. Nú vill hún stúta músinni og eiga búrið. Þrír valkostir koma til greina ef enginn bjargvættur birtist fljótlega. Sá fyrsti og kannski mannúðlegasti er að fara með hana til sérfræðings og láta lóga henni þar, en það kostar heilar 900 krónur. Sá næsti er að drekkja henni, en það get ég ekki hugsað mér að gera og ekki þorir mamma því þannig að ég efast um að hann verði fyrir valinu. Sá þriðji er að henda henni í snákskjaft og er hann ansi líklegur.

Örlög Unnýjar eru því hálfpartinn í ykkar höndum. Það eina sem þið þurfið að gera til þess að bjarga þessu litla kríli eru að borga mömmu 3000 krónur og taka músina að ykkur. Schindler greiddi nú fyrir gyðingana og hví getið þið þá ekki greitt fyrir þessa mús?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home