Það er alveg ótrúlegt hvað það var þægilegt að fara á Kaffibrennsluna í dag og slappa af með bjór í hönd. Það sem átti að vera einn bjór varð að tveimur og það skal bara segjast eins og er að ef annar hefði bæst í hópinn, þá hefði ég nú ekki lært mikið í kvöld. Við Magga vorum þó sammála um að þetta væri eitthvað sem við þyrftum að gera miklu oftar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home