Pleasure, pleasure!

6.10.01

Jæja, þá held ég að örlög Unnýjar geðveiku stökkmúsarinnar minnar séu ráðin. Upp á síðakastið hefur orka hennar aðalega farið í að henda sem mestu sagi út úr búrinu sínu og það finnst mömmu ekki sniðugt. Alvarlegasta brot Unnýjar hingað til er þó ekki subbuskapurinn heldur heiftarleg árásargirni hennar. Í gærkvöldi réðust hún af miskunnarleysi á litla bróður minn og beit hann til blóðs. Dómarinn í þessu háalvarlega máli var mamma og dæmdi hún sakborninginn til dauða!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home