Pleasure, pleasure!

11.10.01

Örlög Unnýjar!
Þetta er sennilega í síðasta sinn sem ég fjalla um Unnýju, geðveiku stökkmúsina mína. Eins og áður hefur komið fram hefur móðir mín dæmt hana til dauða fyrir að ráðast á annað afkvæmi sitt. Sökum þess að Unný hefur enn ekki gert frumburði móður minnar mein hefur henni verið gefinn sá kostur að ef hún getur fundið sér annað heimili þá fellur dauðadómurinn niður. Eins og allir vita, þá geta stökkmýs ekki tjáð sig og því hef ég ákveðið að koma fram fyrir hennar hönd.

Þeir sem vilja gera Unnýju hluta af lífi sínu skulu alveg endilega senda mér póst því hún fæst gefins og búrið með.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home