Pleasure, pleasure!

20.11.01

Ég var að koma heim af rekstrarfræðifundi þar sem miklu var afkastað. Til að verðlauna okkur gæddum við okkur á rauðvíni og fóru Hulda og Katrín sér ferð út í búð eftir ostum til að hafa með. Þegar þær komu til baka áttuðum við okkur á því að ekkert kex væri til heldur. Við létum það þó ekki á okkur fá og fljótlega var kominn mikill galsi í okkur og óhætt er að segja að húmorinn hafi verið sótsvartur. Eins og staðan er núna er ég svo glaðvakandi að hálfa væri nóg. Algebra á morgun? Hmm. . . . . .

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home