Pleasure, pleasure!

15.12.01

Þeir sem hafa átt í vandræðum með að finna jólagjöf handa vinum og ættingjum bendi ég á disk sem krabbameinsfélagið gaf út í ár með verkinu Requiem eftir Szymon Kuran. Það var frumflutt á Íslandi fyrr í ár og fékk mjög góðar viðtökur gagnrýnenda og var ég búinn að hlakka lengi til að getað hlustað á það enda frekar merkilegur atburður í íslensku tónlistarlífi. Ég hafði ekki hugmynd um að búið væri að gefa það út á geisladiski fyrr en mamma rétti mér hann sem hugsanlega jólagjöf handa einhverjum sem ég þekki. Hann var þá búinn að liggja inni í skáp inni í stofu í marga mánuði því hún hafði gert ráð fyrir því að ég ætti hann. Ég varð alla vega ekki fyrir neinum vonbrigðum með þetta verk. Það er mjög aðgengilegt, ógnvekjandi, og á köflum alveg óskaplega fallegt. Ég held að það verði enginn svikinn eftir hlustun á þennan disk!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home