Pleasure, pleasure!

30.3.02

Mér barst eftirfarandi tölvupóstur um daginn:

Sæll Egill
Ég verð nú að segja það að eftir að hafa skoðað heimsíðu þína þá er ég alveg undrandi. Ég bara trúi varla að þú, svona mikill listamaður, skulir nánast bara skrifa um eitthvert soraeðli annarra. Rúnka sér hér og rúnka sér þar, hann er svo mikill sóði og þessi og hinn eru svo ömurlegir. Ég hélt að þú hugsaðir um mun æðri hluti svo sem tónlist, bókmenntir og sögu svo eitthvað sé nefnt, allavega hafa mín kynni af þér gefið það í skyn. Þú hefur greinilega bara sýnt mér sparihliðina þína, saklausa engilinn sem allar mömmur þrá, en ekki þinn rétta mann. Þetta bréf er því skrifað til að vara þig við hvert þú stefnir.

Með von um að þú takir þig á meðan þú hefur tækifæri til.
kveðja,
Unnur (Mamma hans Bergþórs)



Þetta er allt saman satt og rétt og ég skal reyna að bæla sóðaeðli mitt þó ég viti að það eigi eftir að reynast mér mjög erfitt. Ég vil nota tækifærið og þakka henni móður hans Begga kærlega fyrir að benda mér á þetta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home